Ankannalegar umritanir

Á sínum tíma tók Morgunblaðið þátt í vinnuhópi sem gekk frá reglum um umritun úr slafneskum málum á íslensku, enda var ekki vanþörf á.

Þess vegna er leitt að sjá að þessar reglur eru virtar að vettugi.

Af hverju skrifa menn LúkasjenkÓ þótt "ó" sé gjörsamlega út í hött miðað við raunverulegan framburð nafnsins?

 

Það sama gildir um endinguna -IJ sem menn einhverra hluta vegna afskræma og skrifa bara -Í (Dostojevskí t.d.) .

Það er jafn vitlaust að skrifa Dostojevskí (sleppa joðinu) og að skrifa Tolsto í stað Tolstoj.

-ij og -oj eru tvær útgáfur af sömu endingu.

Mér er vel kunnugt um hve illa rússneskum Íslandsvinum  er við það að nöfnum þeirra sé misþyrmt á þennan hátt; þið megið gjarna hafa samband við Valerij Berkov þessu til staðfestingar (vpberkov@yahoo.no).

Samkvæmt reglum er rétt umritun á eftirnafni hvitrússneska harðstjórans Lúkashenko.

 Þegr menn forðum daga rituðu Grómykó  var nafnið orðið óþekkjanlegt fyrir rússnesk eyru.

Sjá nánar um þetta í Rússnesk-íslenskri orðabók, bls.  821-823.


mbl.is Mótmæltu aftökum Hvít-Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgi Haraldsson

Höfundur

Helgi Haraldsson
Helgi Haraldsson
Professor emeritus við Óslóarháskóla

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 268

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband