4.7.2009 | 16:37
Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja
Mikið hefur á síðari tímum borið á undarlegri óskhyggju í fyrirsögnum blaða:
Dæmi:
Skattahækkanir skili litlu
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item286286/
Mann rekur í rogastans yfir því að nokkur skuli óska eftir því að skattahækkanir verði til lítils gagns, enda kemur í ljós við lestur greinarinnar að svo er ekki.
Í fyrstunni mætti því ætla að pretvilla sé í fyrirsögninni.
En því miður virðist þetta vera enn eitt tilfelli af málvillufaraldri sem herjar á íslenska fjölmiðla um þessar mundir:
Mogginn telur æskilegt að leit að vírus endi með smiti:
Tækni & vísindi | mbl.is | 31.3.2009 | 23:34
Vírus smitist við leit
og að fjöldi manns í Danmörku verði atvinnulaus:
Erlent | mbl | 31.3 | 23:16
100.000 missi vinnu í Danmörku
DV lætur ekki sitt eftir liggja og vænir Brasiliuforseta um að vilja koma ábyrgðinni á kreppunni á bláeyga hvítingja:
DV 27/3: http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/hvitt-folk-med-bla-augu-beri-abyrgd-kreppunni/
Hvítt fólk með blá augu beri ábyrgð á kreppunni (Lula)
En að öllu samanlögðu er þú RÚV líklega illviljaðasti miðillinn: leggur m.a. til að fermingarbörn reyki gras og að rauðu kjöti auðnist að valda heilsutjóni:
Rúv: 26.03.2009 15:06
Jafnvel fermingarbörn reyki gras
RÚV 25.03.2009 08:55
Rautt kjöt skaði heilsuna
Lokaniðurstaðan er:
Fréttamenn valdi málspjöllum!
Heyr vora bæn.
Í alvöru talað - hafa fjölmiðlarnir enga málglæpalögreglu?
Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Helgi Haraldsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 268
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.